Blóðtappi eftir aðgerð
Blóðtappi eftir lýtaaðgerð er einstaklega óvenjulegur fylgikvilli. Það er þekkt að ef skurðaðgerðir eru langar, eða sjúklingurinn hefur vissa áhættuþætti, þá getur blóðtappi myndast í djúpu bláæðum neðri útlimsins (stundum kallaður blóðsegi).
Einkennin eru oftast þau að kálfinn bólgnar mjög mikið og sjúklingurinn á erfitt með að nota kálfavöðvana.
Þegar greiningin er komin er meðferðin nokkuð stórir skammtar af blóðþynnandi lyfjum og smám saman opnast æðarnar aftur. Ef hraustur einstaklingur lendir í þessu, verður hún/hann yfirleitt albata.
Lugnarek
Það sem svo er enn sjaldgæfara er ef blóðtappi sem myndast hefur í æð í fótleggnum losnar og ferðast upp að lungunum í æðum líkamans. Þá getur lungnaslagæð stíflast sem hindrar blóðflæði til hluta lungans.
Þetta er verulega sjaldgæft hjá lýtasjúklingum og nær óþekkt hjá hraustum lýtasjúklingum.