top of page

Almennir fylgikvillar við skurðaðgerðir

Í hvert skipti sem skurðaðgerð er framkvæmd, er ákveðin hætta á fylgikvillum. Það skiptir ekki alltaf máli hvað er gert, heldur fremur að eitthvað sé gert.

Fylgikvillar koma oftast án þess að þekkt sé af hvaða orsök þeir gerast.

​

Skipta má fylgikvillum upp þeim í tvennt, þá sem koma innan 2ggja vikna (bráðir) og síðkomnir (2 mánuðir eða meira). Bráðir fylgikvillar eru í lýtaskurðlækningum yfirleitt einungis fjórir; blæðing, sýking, drep og blóðtappi.

​

Mikilvægt er þó að muna að öllum fylgikvillunum sem er lýst, eru allt frá því að vera sjáldgæfir, upp í að vera afar sjaldgæfir.

Eina atriðið sem er svo mikilvægt að hann eigi skilið sérstakan sess á yfirlitssíðu mismunandi aðgerða er þessi:

 

Hvers vegna má ekki reykja???

​

​

Að reykja tóbak fyrir aðgerð getur valdið því að árangur aðgerðarinnar getur farið algerlega í vaskinn. Tóbaksreykingar eru sérlega algeng ástæða þess að gróandi eftir lýtaskurðaðgerð getur endað í drepi í skurðsárinu, sem ekki er bjarga með ásættanlegu útliti eftirá.

 

Það er frumum líkamans algerlega nauðsynlegt að fá súrefni til að geta starfað. Ef þær fá það ekki deyja þær fljótt úr súrefnisskorti. Blóðrauðinn í blóðinu vinnur við að flytja súrefni til fruma líkamans. Súrefnið binst blóðrauðanum, sem er svo flutt á áfangastað. Við að kveikja í tóbakslaufum, eða í raun hvaða laufum sem er, myndast meðal annars kolmonoxíð (CO) ásamt fjölmörgum öðrum hættulegum efnum. Kolmonoxíðið binst blóðrauðanum 180 sinnum fastar en súrefnið gerir, það rekur því burt það súrefni sem þegar hefur bundist blóðrauðanum. Þetta veldur almennum súrefnisskorti hjá frumunum sem eiga þá í erfiðleikum með að sinna starfi sínu, t.d. gróanda á sárum.

Vinsamlegast athugið að líkaminn forgangsraðar EKKI sáragróanda í orkuskorti heldur hjarta og heila. Hlutfallslegur súrefnisskortur getur þess vegna valdið því að sár gróa ekki og jafnvel getur komið drep, mismunandi umfangsmikið, í skurðinn. Þá þarf að klippa burt vefinn sem er dauður, láta sárið gróa af sjálfu sér, sem tekur langan tíma, og með mikilli örmyndun.

 

Ástæðan fyrir að fólk reykir er til að fá í sig nikótín. Nikótín er efni sem dregur saman æðar og getur hækkað blóðþrýsting. Það hefur hins vegar ekki, svo vitað sé, áhrif á sáragróanda. Það er því í lagi að nota nikótínlyf fyrir og eftir aðgerð sé það nauðsynlegt. Að taka inn nikótín er hægt með ýmsu móti, allt frá plástrum til púða. Athugaðu að ef þú hefur skrifað undir að þú reykir ekki, en kemur svo til aðgerðar og reykingalykt er af þér, er ekki hægt að framkvæma aðgerðina. Þú verður þess vegna send/ur heim og þá þarf að bóka nýjan aðgerðartíma sé þess óskað.

Tími reykbindisis er hið minnsta 2 vikur fyrir- og 4 vikur eftir aðgerð. Ef þú verður fyrir seinkuðum sáragróanda á aðgerðarsvæðinu gæti þessi tími eftir aðgerð lengst. Margir sem fara í lýtaskurðaðgerðir og taka inn nikótín með öðrum hætti en tóbaksreyk halda áfram að vera reyklaus eftirá. Það er æskilegt fyrir almenna heilsu allra.

Fylgikvillar sem eru sameiginlegir öllum skurðaðgerðum sem eru framkvæmdar

Fylgikvillar eru sem betur fer sjaldgæfir hjá frískum einstaklingum. Engu síður er mikilvægt að kynna sér þá, áður en ákvörðun um aðgerð er tekin

bottom of page