top of page
Sortuæxli

Sortuæxli

Sortuæxli er sú tegund húðkrabbameins sem er sjaldgæfust. Sem betur fer, vegna þess að þessi tegund húðkrabbameins er sú hættulegasta, það myndar gjarnan meinvörp annars staðar í líkamanum, sem geta dregið sjúklinginn til dauða. Það er mikilvægt að greina þennan sjúkdóm snemma, vegna þess að ef hann greinist seint getur illa farið

Illkynja sortuæxli er form húðkrabbameins sem byrjar í litarmyndandi sortufrumum, sem eru þær frumur líkamans sem framleiða svokallað melanin og eru staðsettar neðst/dýpst í húðinni. Þetta er sú tegund húðkrabbameins sem er hættulegust og tekur líf fólks á öllum aldri. Af húðkrabbameinunum eru það aðallega sortuæxli sem geta valdið meinvörpum, þ.e. byrjað að vaxa annars staðar í líkamanum.

Áhættan er mest hjá fólki sem hefur sólbrunnið oft, hvort sem er í sólbekkjum eða sólarljósi. Fæðingarblettir geta einnig breytt sér og orðið að illkynja sortuæxlum.

Illkynja sortuæxli geta komið fram hvar sem er á líkamanum. Algengustu einkennin eru fæðingarblettir sem byrja að vaxa, klæja eða breyta um lit og lögun. Ekki er nóg með að sortuæxli geti myndast í húð, heldur þau geta einnig myndast í slímhúð. Tilfelli hafa sést þar sem þau hafa vaxið inni í heilanum, þar sem ekki skín sól svo vitað sé.

Sortuæxli geta komið fram á hvaða aldri sem er, en eru ekki þekkt hjá börnum. Meðalaldur við greiningu er 60-70 ára.

Illkynja sortuæxli eru sjaldgæf hjá fólki með dökka húð. Húð sem er rík af litarfrumum veitir mjög góða vörn gegn húðkrabbameini sem orsakast af sól. Þegar sortuæxli greinast hjá fólki með dökka húð finnast þau oftar undir il, undir nögl eða í lófa. Þetta eru yfirleitt æxli sem eru mun ágengari en „venjuleg“ sortuæxli. Hægt er einnig að fá sortuæxli sem ekki er brúnt eða svart, þó svo það sé sjaldgæft. Frumurnar í þessum æxlum eru svo gríðarlega illkynja að þær reyna ekki lengur einu sinni að framleiða litarefni.

Við greiningu fylgir læknirinn ákveðnum viðmiðum eða gátlista, ABCD:

A = Assymmetry (bletturinn er ósamhverfur)

B = Border (kantur blettsins er óreglulegur)

C = Colour (bletturinn er í fleiri en einum brúnum lit)

D = Diameter (bletturinn er fremur stór)

Ef þú hefur fæðingarblett sem uppfyllir eitthvað af þessum skilyrðum skaltu leita læknis til greiningar og meðferðar. Alltaf þarf að skera burt blett sem grunur- eða vissa er um að sé sortuæxli. Venjulega þarf að taka fremur víðar brúnir (þ.e. skera hlutfallslega langt frá kanti blettsins) til öryggis. Öll greind sortuæxli fara til áframhaldandi greiningar og meðferðar á Landspítalanum í Fossvogi.

bottom of page